PatrZDZ

Fiktiv Iceland - RUV

Feb 24th, 2021
72
0
Never
Not a member of Pastebin yet? Sign Up, it unlocks many cool features!
text 7.91 KB | None | 0 0
  1. Ríkisútvarpið ohf. (skammstafað RÚV) er opinbert hlutafélag staðsett á Íslandi, sem hóf göngu sína árið 1930 og sér um útsendingar á útvarpi og sjónvarpi. Útvarpsstjóri frá 2020 er Stefán Eiríksson.
  2.  
  3. Það sendir út eina sjónvarpsstöð sem heitir Sjónvarpið en er oft í daglegu tali kölluð Stöð 1 eða RÚV. Það rekur þrjár útvarpsstöðvar, Rás 1 sem einbeitir sér að dagskrárgerð um menningu af ýmsum toga, Rás 2 sem hefur það verksvið að fjalla um tónlist, dægurmál og fleira í þeim dúr og Rondó sem sendir stafrænt út á höfuðborgarsvæðinu og spilar klassíska tónlist og djass allan sólarhringinn. Einnig sendir ungmennaþjónustan RÚV Núll út tónlist á netinu allan sólarhringinn.
  4.  
  5. Einnig starfrækir RÚV fjórar deildir á landsbyggðinni sem sinna fréttaþjónustu á sínum svæðum og senda út staðbundna dagskrá á vissum tímum, deildirnar eru á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Þar að auki rekur Ríkisútvarpið frétta- og dagskrárvefinn ruv.is og textavarpið. Ríkisútvarpið er fjármagnað með auglýsingum en einkum framlagi úr ríkissjóði. Áður var innheimt afnotagjald sem öllum eigendum sjónvarps- og útvarpstækja bar skylda til að greiða en afnotagjöldin voru afnumin árið 2009 og upp tekinn nefskattur sem á að renna óskiptur í reksturinn.
  6.  
  7. Sjónvarpið og útvarpið eru nú í sama húsi eða frá árinu 2000 við Efstaleiti 1. Ríkisútvarpið er eini fjölmiðillinn hér á landi sem leiðbeinir starfsmönnum um íslenskt mál og hefur markað sér stefnu í þeim málum.
  8.  
  9. Útvarpsstjóri síðan 2020 er Stefán Eiríksson og hefur hann það hlutverk að annast rekstur og fjármál ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri gegnir starfi sínu í fimm ár í senn en þá skipar menntamálaráðherra nýjan.
  10.  
  11. Ætlunarverk ríkisútvarpsins samkvæmt vef þeirra er að vera í fararbroddi íslenskra fjölmiðla með því að bjóða landsmönnum fjölbreytta og vandaða dagskrá í samræmi við menningar- og lýðræðishlutverk sitt.
  12.  
  13. Með lögum sem sett voru 23. janúar 2007 var Ríkisútvarpinu breytt í opinbert hlutafélag. Mikil óánægja var um frumvarpið meðal stjórnarandstöðunnar sem að beitti málþófi til þess að tefja framgöngu þess en yfir 100 klukkustundir fóru í umræður. Frumvarpið var á endanum samþykkt með 29 atkvæðum gegn 21, 13 þingmenn voru fjarstaddir og tók það gildi 1. apríl 2007.
  14.  
  15. ===
  16. Sjónvarpið (einnig kallað Ríkissjónvarpið) er eina ríkisrekna sjónvarpsstöðin á Íslandi. Hún hóf útsendingar þann 30. september 1966. Sjónvarpið er deild innan Ríkisútvarpsins, RÚV, sem einnig rekur þrjár útvarpsstöðvar.
  17.  
  18. Þegar sjónvarpið hóf göngu sína var aðeins sent út tvisvar sinnum í viku, á föstudögum og miðvikudögum en smátt og smátt jukust útsendingar. Fljótlega var sent út alla daga nema fimmtudaga. Einnig fór sjónvarpið í sumarfrí í júlí allt þar til 1983 og voru þá engar útsendingar í gangi. Það var svo ekki fyrr en 1. október 1987 sem sjónvarpið hóf göngu sína 7 daga vikunnar. Nú á dögum er sjónvarpað allan sólarhringinn. Fréttaþjónusta landsmanna batnaði til muna þegar erlendar fréttir fóru að berast gegnum gervihnött, en það gerðist í fyrsta skipti í september árið 1981 gegnum jarðstöðina Skyggni í Mosfellsbæ.
  19.  
  20. Fyrir stofnun RÚV hafði aðeins kanasjónvarpið verið í gangi og mjög fáir höfðu aðgang að sjónvarpi. Útvarpið var þá aðalfjölmiðillinn fyrir utan dagblöðin.
  21.  
  22. Hlutverk fréttastofunnar er að annast fréttaflutning í Sjónvarpinu í samræmi við útvarpslög og gildandi reglugerðir. Fréttastofan hefur starfað frá upphafi Sjónvarpsins 1966 en þá voru fréttatímar tvisvar í viku. Nú sendir Sjónvarpið út fréttir þrisvar sinnum á dag virka daga, stuttan fréttatíma kl. 17:50, aðalfréttatímann klukkan 19:00 og Tíufréttir kl. 22:00. Fréttir eru sendar aukalega út ef ástæða þykir til.
  23.  
  24. ===
  25. RÚV 2 er aukarás Ríkisútvarpsins og viðburðasjónvarpsstöð. Ekki er boðið upp á samfellda dagkrá heldur er stöðin nýtt sem viðbót við aðalrás Ríkisútvarpsins, RÚV. Þar er einkum boðið upp á beinar útsendingar og upptökur frá markverðum menningar- og íþróttaviðburðum, innlendum sem erlendum.
  26.  
  27. ===
  28. Rás 1 eða Ríkisútvarpið (stundum kölluð Gufan eða Gamla gufan) er íslensk útvarpsstöð sem hóf útsendingar 20. desember 1930. Eftir að hafa verið í loftinu síðan 20. desember 1930 með því að nota nafnið Útvarp Reykjavík, tók stöðin upp núverandi nafn sitt 1. desember 1983 þegar RÚV hóf sendingu annarrar annarrar útvarpsþjónustu, sem er þekkt sem Rás 2.
  29.  
  30. Fréttir, bókmenntir, tónlist og leikrit skipa veigamikinn þátt dagskrárinnar. Einnig er þar boðið upp á ýmsa fréttatengda þætti og umfjöllun um samfélagið, menningu, vísindi og umhverfið. Heimildarþættir, ýmiss konar afþreying, barnaefni og þjóðleg fræði eru einnig á dagskrá rásarinnar.
  31.  
  32. Rás 1 er send út um allt Ísland á FM (92,4 og 93,5 MHz í Reykjavík), DAB+, um gervihnött og einnig 189 kHz langbylgju og er nú meðal útvarpsstöðva sem hlustað hefur verið á.
  33.  
  34. Fréttir eru sagðar á klukkutíma fresti allan daginn á virkum dögum og þrisvar á nóttunni. Tuttugu og tveir fréttamenn, heima og erlendis, auk fréttamanna á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum, og fréttaritara innanlands og utan, tryggja stöðuga og góða fréttaþjónustu um helstu mál líðandi stundar. Í fréttaþáttum eru málin krufin til mergjar og baksvið fréttanna skýrt.
  35.  
  36. Aðalfréttatímar:
  37. Morgunfréttir kl. 8.00
  38. Hádegisfréttir kl. 12.20
  39. Kvöldfréttir kl. 19.00
  40.  
  41. ===
  42. Rás 2 er íslensk útvarpsstöð sem hóf útsendingar 1. desember 1983. Með tilkomu Rásar 2 var hlustendum Ríkisútvarpsins veitt aukið valfrelsi um dagskrárefni. Rás 2 er sent út um allt land frá neti 90 FM sendenda (99,9 MHz er aðal tíðni stöðvarinnar í Reykjavík), á DAB+, um gervihnött og einnig streymt á Netinu.
  43.  
  44. Meginhluti dagskrár Rásar 2 er létt tónlist af ýmsu tagi. Mikil áhersla hefur verið lögð á íslenska tónlist og hefur Rás 2 verið í algerum sérflokki meðal annarra útvarpsstöðva. Enn fremur eru fluttir tónlistarþættir frá breska útvarpinu í íslenskri þýðingu og þættir frá Hróarskelduhátíðinni í Danmörku auk fjölda annarra tónlistarliða á vegum tónlistarritstjórnar.
  45.  
  46. Undir dægurmálaútvarpið falla Morgunþáttur Rásar 2 sem sendur er út alla virka daga frá klukkan sex til níu, Á níunda tímanum í samstarfi við fréttastofu, og síðdegisþátturinn Dagskrá sem sendur er út milli klukkan fjögur og sjö síðdegis alla virka daga. Þættirnir eru fréttatengdir, fjalla ítarlega um málefni líðandi stundar í nánu samstarfi við Fréttastofu Útvarps, að ógleymdri Þjóðarsálinni, einum vinsælasta dagskrárlið Útvarpsins, sem starfsmenn dægurmálaútvarpsins annast. Þá flytja fréttaritarar Útvarpsins erlendis pistla og líta í blöð og starfsmenn svæðisstöðva Ríkisútvarpsins taka líka þátt í dagskrárgerðinni. Glefsur úr Dagskrá dægurmálaútvarpsins eru fluttar í næturútvarpi, og á sunnudagsmorgnum klukkan ellefu er flutt klukkutíma úrval úr þáttum liðinnar viku.
  47.  
  48. Að auki er Rás 2 eina almenna útvarpsstöðin á Islandi sem sendir út fréttatilkynningar á klukkutíma fresti allan sólarhringinn. Það eru líka fréttayfirlit um hálftímann á meðan Morgunþátt og Dagskrá dægurmálaútvarps alla virka daga. Rás 2 býður einnig upp á svæðisbundna undanþágu fyrir fréttaflutning á staðnum virka daga.
  49.  
  50. ===
  51. Rondó er útvarpstöð sem Ríkisútvarpið sendir stafrænt út á höfuðborgarsvæðinu, einnig er hún send út í gegnum netið frá heimasíðu RÚV. Útvarpstöðin sendir aðeins út klassíska tónlist og djass í ókynntri sjálfvirkri dagskrá.
Add Comment
Please, Sign In to add comment