Advertisement
Guest User

Untitled

a guest
Jul 22nd, 2019
72
0
Never
Not a member of Pastebin yet? Sign Up, it unlocks many cool features!
text 4.75 KB | None | 0 0
  1. Það er nákvæmlega svona áróður sem elur á ótta gagnvart trans fólki og réttindum þeirra. Hér gerir Helgi Sigurðsson, teiknari hjá Mogganum, atrennu í svokölluðu „hot take“, sem er betur lýst sem misheppnaðri túlkun á aðstæðum eða atburðum.
  2.  
  3. Það er gífurlega mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvers vegna svona „húmor“ er beinlínis hræðsluáróður og er ekki merki um sérstaklega góða né beitta kímnigáfu.
  4.  
  5. Skopmyndin gefur í skyn að karlmenn muni nú bara arka í kvennaklefa í sundi eftir að hafa breytt kyni sínu í Þjóðskrá. Slíkt er ekki einungis ólíklegt, heldur hefur þetta ekki orðið að vandamáli í löndum sem að þegar leyfa fólki að breyta um kynskráningu á sambærilegan hátt. Að breyta um kyn í Þjóðskrá er til að mynda tímafrekt og dýrt, þó vissulega einfaldara nú en áður.
  6.  
  7. Þessi rök eru þekkt stef hjá þeim sem beita sér gegn réttindum trans fólks, og grípa því til þess að gera sér upp aðstæður sem eru ólíklegar til að verða að veruleika—einfaldlega til þess að ala á ótta og grafa undan réttindabaráttu trans fólks. Þetta er líka þekkt meðal hópa sem beita sér gegn annarskonar réttindabaráttu, eins og til dæmis fólk sem beitir sér gegn meðgöngurofi. Notast er við hræðsluáróður sem á að vekja til ótta meðal almennings.
  8.  
  9. Ef svo ólíklega vildi til að einhver karlmaður myndi misnota þessi lög í annarlegum tilgangi þá er mikilvægt að muna að það eru þegar til staðar lög sem verndar fólk gegn mismunun og áreiti. Ef einhver kemur því inn í kvennaklefa og byrjar að hafa sér ósæmilega eða jafnvel áreitir aðra sundlaugagesti þá skiptir engu máli hver kynskráning þín er. Sömuleiðis er það ekki þannig að þú þurfir að sýna nein skilríki áður en þú stígur inn í klefa, þannig að ef það væri almennt vandamál að karlar væru að ryðjast inn í kvennaklefa, þá væri þeir þegar að því. Þessi lög skapa því enga hættu sem er ekki þegar til staðar.
  10.  
  11. Að láta trans fólk gjalda fyrir það sem karlmenn myndu hugsanlega gera þrátt fyrir að ekki séu til nein fordæmi fyrir því viðheldur mjög sterku kynjakerfi í okkar samfélagi þar sem gjörðir karla—jafnvel hugsanlegar—virðast stjórna því hvernig okkar samfélag er uppbyggt.
  12.  
  13. Engin rök eru því bakvið þennan ótta, enda er ótti oft ekki á rökum reistur. Mikilvægt er að við látum ekki óttan ná völdum og koma í veg fyrir mikilvægar réttarbætur fyrir fólk. Þessi lagasetningu þýðir einfaldlega að nú geti trans fólk breytt kyni sínu í Þjóðskrá af eigin frumkvæði og þarfnist ekki samþykki utanaðkomandi aðila. Hún mun því ekki koma til með að hafa nein áhrif á nokkurn annan en fólkið sem hún er sniðin að.
  14.  
  15. Fólk eins og Helgi Sigurðsson býr yfir gríðarlegri ábyrgð sem einstaklingur sem gefur út efni fyrir almenning. Ábyrgð sem hann hefur um árabil notað í mjög hættulegan áróður sem byggir á illa upplýstum skoðunum hans og eru oft lítið annað en hræðsluáróður.
  16.  
  17. Hann og aðrir geta tönnlast á því að hér sé bara að ræða um smá grín, en það er bara einfaldlega ekki rétt. Hér er um að ræða mjög misvísandi áróður sem er settur fram í búning gríns. Áróðri sem gerir lítið úr aðstæðum og elur á fjandsemi gagnvart minnihlutahóp sem var að fá miklar réttarbætur.
  18.  
  19. Beittur húmor er húmor sem gagnrýnir ríkjandi valdakerfi, gerir gamanmál úr aðstæðum og er ekki á kostnað hópa sem eiga þegar undir högg að sækja í samfélaginu. Slíkur húmor er ekki húmor að mínu mati, heldur afsökun eða hula sem fólk notar til að fela fordóma, vanþekkingu og skort á samkennd.
  20.  
  21. Þessi skopmynd er því bara alls ekkert fyndin eða beitt á nokkurn hátt. Hún er ömurlega ófrumleg, síendurtekin og hallærisleg. Fólki er velkomið að kalla þetta grín, en grín er ekki og hefur aldrei verið hafið yfir gagnrýni—sérstaklega ekki grín sem er beinlínis hættulegt og elur á fjandsemi.
  22.  
  23. Helgi Sigurðsson ætti því bara að skammast sín. En miðað við aldur og fyrri störf þá efast ég um að hann muni nokkurntímann gera það, enda trans fólk bara einn af þeim mörgu hópum sem hann hefur sérstakt dálæti af því að níðast á með skopmyndum sínum.
  24.  
  25. Mig langar því að biðla til fólks að leyfa ekki svona hræðsluáróðri að grassera í ykkar nærumhverfi. Ekki leyfa ótta og fordómum að ná völdum og reynum að auka skilning, fræða og koma fólki í skilning um að það sé einfaldlega ekkert að óttast. Réttindi trans fólks eru ekki ógn við réttindi annara og svona misvísandi áróður er ekki uppbyggilegur né á rökum reistur.
Advertisement
Add Comment
Please, Sign In to add comment
Advertisement